Húsasmiðjan sektuð eftir ábendingu bargain.blog.is

Ég byrti færslu um vörur úr grunninum hjá mér sem áttu að vera á tilboði en samkvæmt mínum gögnum voru það ekki, hér:

 http://bargain.blog.is/blog/bargain/entry/760606/

 Í kjölfarið hafði Neytendastofa samband við mig og bað mig um nánari upplýsingar um þessar vörur sem ég að sjálfsögðu veitti þeim. Nú hefur Neytendastofa beytt Húsasmiðjunni stjórnvaldssekt uppá 440.000 kr.

 "Ákvörðun Neytendastofu nr. 2/2009

Neytendastofa hefur lagt stjórnvaldssekt á Húsasmiðjuna hf. að fjárhæð kr. 440.000- vegna útsölu félagsins. Taldi Neytendastofa Húsasmiðjuna hafa brotið gegn ákvæðum 5. gr., d. lið 9. gr. og 11. gr. laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu og gegn ákvæðum 2. og 3. gr. reglna nr. 725/2008 um útsölur og aðra sölu þar sem selt er á lækkuðu verði annars vegar með því að hafa vörur á útsölu í meira en sex vikur og hins vegar með því að hafa selt vörur á útsölu án þess að vörurnar hafi verið seldar á því verði sem tilgreint var sem fyrra verð."

Sjá í heild sinni hér


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Magnað!!

Eddi (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband