Varúð! Gervitilboð hjá Húsasmiðjunni?

Þó langflest tilboð eru alvöru þá eru alltof mörg dæmi þess að vörur hækki umtalsvert, og lækki svo aftur 1 eða 2 dögum seinna og það er sagt að það sé tilboð.

Til dæmis má nefna eftirfarandi vörur. (Öll verðdæmin miðast við að upprunalegt verð var 31.12.2008, fór í seinna verðið 1.1.2009 og endaði í "tilboðsverðinu" 2.1.2009).

  • Picknicksett Barna úr Húsasmiðjunni. Á milli gamlársdags og Nýársdags þá hækkaði þessi vara úr 9.450kr í 18.900kr, bara til þess að lækka svo í 14.175 og er svo auglýst á tilboði. Meint tilboð er því 25%.
  • Verkfærasett Cosmos 100STK var á 2.999, fór í 4.995 lækkaði svo í 4.246 og er auglýst sem tilboð.
  • Verkfærasett 43 STK Toolux úr 1.599 í 2.949 í 2.507 meint tilboð, 15%.
  • Verkfærasett 8 Tangir og 5 Skrúfjárn úr 3.999 í 5.449 í 4.632 meint tilboð, 15%

Verðdæmin hér fyrir ofan eru rétt af bestu vitund, ég ætla hinsvegar ekki að ábyrgjast það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll,

Þetta er mjög athyglisvert. Ég sendi Neytendastofu ábendingu um málið og vonandi mun hún skoða þetta.

Neytandi (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 01:23

2 Smámynd: Guðmundur Karl Karlsson

Já það væri gaman að fá einhverja skýringu. Það má vel vera að þetta sé óviljaverk en einhvernvegin þá finnst mér það ólíklegt.

Guðmundur Karl Karlsson, 3.1.2009 kl. 13:08

3 identicon

Skandall! Hvar er neytendastofan?? Allt of mikið um svona gervi tilboð!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 14:17

4 Smámynd: Heidi Strand

Er ekki Húsasmiðjann í eigu Baugs?

Heidi Strand, 5.1.2009 kl. 09:29

5 Smámynd: Guðmundur Karl Karlsson

Guðmundur Karl Karlsson, 5.1.2009 kl. 09:35

6 identicon

Nákvæmlega sama er í byko .. eg lenti i þessu um daginn

G (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 10:19

7 Smámynd: Sigrún Óskars

ótrúlegt - nú er kominn tími á að við neytendur segju nei - hættum að trúa öllu sem fyrir okkur er lagt.

Sigrún Óskars, 9.1.2009 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband