Taka ekki eigin inneignarnótur!

 [UPDATE á því sem er hér fyrir neðan]

Lögfræðingur neitendastofu hefur upplýst mér að það eru engar reglur til við þessu og geta fyrirtæki því mótað eigin stefnur hvað varðar inneignarnótur. Þetta tel ég vera galla á neitandalögum og lýsi yfir óánægju minni á þessu hér og nú.

[Upprunaleg færsla]

Ég keypti gallaða wok pönnu í Byggt og búið fyrir ekki svo löngu. Pannan var ekki betri en svo að húðin á henni flagnaði af við fyrstu notkun. Það var ekkert mál, ég fór með hana í Byggt og Búið í Kringlunni þar sem starfsfólkið var mjög almennilegt og gaf mér inneignarnótu þar sem það var ekki til önnur wok panna.

 Ég fór svo með þessa inneignarnótu í Byggt og Búið í Smáralind þar sem ég valdi mér aðra pönnu talsvert ódýrari en hina og nokkra spaða og fleira dót til þess að ná upp í þá upphæð sem ég á inni hjá fyrirtækinu. En ósvífnin af þeim, þeir neita að taka við nótunni úr því það er Rýmingarsala, heil 30%. Þessi peningur sem ég er búinn að borga inní fyrirtækið kominn í þeirra vasa og því hafna þeir því að veita mér smá útsöluafslátt.

Það getur tekið marga daga að ná inn nýjum viðskiptavin en aðeins örfáar mínútur að missa hann, það er eitthvað sem Byggt og Búið ætti að hafa í huga þegar þeir neita að taka eigin inneignarnótur til að spara sér 30%.

Þegar ég tjáði starfsmanni að þetta gæti ekki staðið, ég ætti þessa peninga inni hjá þeim þá kvaðst hann hafa haft samband við Neytendastofnun, ég held hann hafi átt við neytendastofu og fengið þau svör að þetta væri í lagi. Ég kem til með að hafa samband þangað og athuga hvort það fái staðist eftir helgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband