Heildarverðhækkun hjá Elko 6,11% frá 23 Okt til 19 Des

Það er ekki spurning að vöruverð í landinu fer ört hækkandi. Hér er úrdráttur úr verðbreytingum á 5027 vörum hjá Elko.

Meðal verðhækkun á vörum er 2,47% en ef tekið er saman heildar vöruverð frá 23.10 þá er það 76.212.241 og fer uppí 80.870.822. Þetta er hækkun uppá 6,11%

Ef við miðum þetta við gengisvísitöluna (Frá Signite) þá stóð hún í 203,52 þann 23 OKT en fór í 218,23 19 DES sem er hækkun uppá 7,22%. Það hafa hinsvegar verið miklar sveiflur þar á milli eins og flestir vita og náði hækkun gengisvísitölunnar 45,83% hækkun frá 23 OKT til 19 DES þann 19 SEPT.

Ég hrósa Íslenskum verslunarmönnum fyrir að halda ró sinni á þessu miklu óvissutímum sem hafa riðið yfir okkur. Það er þó margt sem betur mætti fara, margar verðbreytingar sem ég set spurningarmerki við, falskar auglýsingar sem þarf að uppræta og almennt mikilvægt að veita verslunum aðhald. Þetta ætla ég að gera með því að fylgjast áfram náið með verðþróun hjá öllum þeim verslunum sem ég get og tilkynna bæði góða og slæma hluti hingað.

Þegar ég lagði af stað með þetta verkefni þá var hrun bankanna ekki orðið að veruleika og þetta eru því miklir umrótartímar. Ég íhugaði það að blása verkefnið af a.m.k tímabundið en hætti við það þar sem það hefur sennilega aldrei verið mikilvægara en nú að fylgjast vel með.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband