Jóla Kaldi er dýr en er hann betri?

Jóla Kaldi er nokkuð dýrari en hjá hinum stóru Íslensku framleiðendunum en er hann betri? Mér þykir samt sjálfsagt að styrkja smáframleðendur og horfa frammhjá örlitlum verðmun öðru hverju.

Víking Jólabjór (03590)  239
Egils Jólabjór (05370)  249
Egils Malt Jólabjór (08727)  269
Egils Jólabjór (09438)  269

Jóla Kaldi (13791)  277
Víking Jólabjór (05479)  290
Ölvisholt Jólabjór (13800)  398
Arboga Jólabjór (13829)  408

Það er að visu annað mál að Jólabjór hja öllum frammleiðendum er mjög dýr, en koma svosem bara á markað 1 mánuð á ári.

Það skal tekið fram að verðin eru sótt á vinbudin.is með sjálfvirkum lesara og geta því verið vitlaus. Ég ber enga ábyrgð á því að verðdæmin hér fyrir ofan séu rétt.


mbl.is Teyga Jóla Kalda í kreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært framtak hjá þér. Ég hef einmitt beðið eftir einhverju þessu líku. Hef ansi oft rekið mig á verð dæmi eins og í færslu þinni frá 12.12 frá bæði Húsasmiðjunni og Byko.

Vandamálið virðist hreinlega vera það að við íslendingar erum sökkerar fyrir tilboðum og fyrirtækin nýta sér það og smella einhverju ímynduðu verði á vöruna sem þeir "lækka" svo þegar þeir eru með "útsölu". Verðmyndun er komin í svo mikið rugl hérna heima að fólk verslar ekkert nema að það sé á "tilboði". Nærtækasta dæmið þessa dagana eru jólavörur sem fara á "útsölu" og niðursett verð um leið og þær koma á markað. Mig minnir að ég hafi heyrt að svona verðlagning sé bönnuð og ætti náttúrulega að láta Neytendasamtökin vita af þessu.

Ef þetta er ekki bannað þá er þetta allaveganna algjörlega siðlaust og er þá nauðsynlegt að geta fengið upplýsingar um svona svik.

Kristján Ingi Úlfsson (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 15:57

2 Smámynd: Guðmundur Karl Karlsson

Takk fyrir Kristján.

Það er ekki spurning að þetta á að vera ólöglegt og er algerlega siðlaust þ.e ef þetta er ekki ólöglegt.

Þetta er allt á þróunarstigi hjá mér eins og er en endilega fylgstu með í framtíðinni því þetta er bara the tip of the iceberg

Guðmundur Karl Karlsson, 15.12.2008 kl. 16:07

3 identicon

Jólakaldi er sko hverrar krónu virði, allt annað en sullið frá þeim stóru.
Fólk ræður því hvort það kaupi hann eða ekki.  Ég reyndi að kaupa hann á laugardag
en var tjáð í verslun átvr að hann væri uppseldur á landsvísu.  En ég hafði einmitt keypt hann helgina áður til prufu og var það ánægður með hann að ég vildi endilega ná mér í meira .... það hafa greinilega fleiri hugsað hið sama.

Guðmundur (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 21:23

4 Smámynd: Guðmundur Karl Karlsson

Takk fyrir þetta Guðmundur, gaman að heyra

Guðmundur Karl Karlsson, 15.12.2008 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband