Gervitilboð hjá Rúmfatalagernum

Í fréttablaðinu, bls 3 er heilsíðuauglýsing frá Rúmfatalagernum með nokkrum auglýstum útsölutilboðum. Eftirfarandi fá ekki staðist:

HORNSÓFI ÁÐUR 99.900

Nú 69.900,-

Umræddur sófi heitir MAGNI. Samkvæmt mínum gögnum þá kostaði þessi sófi 79.900,- 23.11.2008 til 7.1.2009 en kvöldið eftir sá ég að hann hafi verið hækkaður í 99.900,-. Því er tilboðið aðeins 10.000,- en ekki 30.000,- eins og þeir vilja meina í auglýsingunni.

 SEATTLE koja

Nú 12.900,-

Þessi koja (SEATTLE) kostaði 19.900,- þann 7.1.2009 og hækkaði í 24,900 daginn eftir. Hún er svo auglýst á tilboði í dag (9.1.2007) á 12.900,- úr 24.900,-.

HORNSVEFNSÓFI ÁÐUR 189.900,-

Nú 129.900,-

Þessi sófi, sem heitir ESSEN kostaði hvort eð er 129.900,- allt að 7.1.2009 en daginn eftir þá sá ég hann fyrst á 189.900 krónur.

Það er svo eitt sem vekur mig furðu í þessum tilboðum öllum og það er TUSINDFRYD sængin. Hún er aulýst á 19.900,- og á að hafa lækkað úr 29.900,- en hún fór, líkt og vörurnar hér fyrir ofan fyrst í hærra verðið 8.1.2009, EN! Þar á undan var hún á 39.900? Því raunverulegt tilboð hér á ferð en hún hefur lækkað mun meira en tilboðið segir til um ef maður reiknar það frá 7 jan.

Tilboðin hafa ekki verið færð inná vef Rúmfatalagersins.

Verðdæmin hér fyrir ofan eru rétt af bestu vitund, ég ætla hinsvegar ekki að ábyrgjast það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

takk fyrir að benda okkur á þetta

Sigrún Óskars, 9.1.2009 kl. 18:02

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Þetta er því miður mjög algengt.  Þú hefur mínar þakkir fyrir gagnagrunninn.

Axel Þór Kolbeinsson, 9.1.2009 kl. 18:12

3 Smámynd: Guðmundur Karl Karlsson

Ekki málið Sigrún og Axel, takk fyrir að kíkja við hjá mér

Guðmundur Karl Karlsson, 9.1.2009 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband