2.1.2009 | 22:03
Varúð! Gervitilboð hjá Húsasmiðjunni?
Þó langflest tilboð eru alvöru þá eru alltof mörg dæmi þess að vörur hækki umtalsvert, og lækki svo aftur 1 eða 2 dögum seinna og það er sagt að það sé tilboð.
Til dæmis má nefna eftirfarandi vörur. (Öll verðdæmin miðast við að upprunalegt verð var 31.12.2008, fór í seinna verðið 1.1.2009 og endaði í "tilboðsverðinu" 2.1.2009).
- Picknicksett Barna úr Húsasmiðjunni. Á milli gamlársdags og Nýársdags þá hækkaði þessi vara úr 9.450kr í 18.900kr, bara til þess að lækka svo í 14.175 og er svo auglýst á tilboði. Meint tilboð er því 25%.
- Verkfærasett Cosmos 100STK var á 2.999, fór í 4.995 lækkaði svo í 4.246 og er auglýst sem tilboð.
- Verkfærasett 43 STK Toolux úr 1.599 í 2.949 í 2.507 meint tilboð, 15%.
- Verkfærasett 8 Tangir og 5 Skrúfjárn úr 3.999 í 5.449 í 4.632 meint tilboð, 15%
Verðdæmin hér fyrir ofan eru rétt af bestu vitund, ég ætla hinsvegar ekki að ábyrgjast það.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Sæll,
Þetta er mjög athyglisvert. Ég sendi Neytendastofu ábendingu um málið og vonandi mun hún skoða þetta.
Neytandi (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 01:23
Já það væri gaman að fá einhverja skýringu. Það má vel vera að þetta sé óviljaverk en einhvernvegin þá finnst mér það ólíklegt.
Guðmundur Karl Karlsson, 3.1.2009 kl. 13:08
Skandall! Hvar er neytendastofan?? Allt of mikið um svona gervi tilboð!
Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 14:17
Er ekki Húsasmiðjann í eigu Baugs?
Heidi Strand, 5.1.2009 kl. 09:29
Samkvæmt þessu jú: http://www.baugur.is/Pages/350?NewsID=436
Guðmundur Karl Karlsson, 5.1.2009 kl. 09:35
Nákvæmlega sama er í byko .. eg lenti i þessu um daginn
G (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 10:19
ótrúlegt - nú er kominn tími á að við neytendur segju nei - hættum að trúa öllu sem fyrir okkur er lagt.
Sigrún Óskars, 9.1.2009 kl. 18:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.