Gervitilboð hjá Rúmfatalagernum

Í fréttablaðinu, bls 3 er heilsíðuauglýsing frá Rúmfatalagernum með nokkrum auglýstum útsölutilboðum. Eftirfarandi fá ekki staðist:

HORNSÓFI ÁÐUR 99.900

Nú 69.900,-

Umræddur sófi heitir MAGNI. Samkvæmt mínum gögnum þá kostaði þessi sófi 79.900,- 23.11.2008 til 7.1.2009 en kvöldið eftir sá ég að hann hafi verið hækkaður í 99.900,-. Því er tilboðið aðeins 10.000,- en ekki 30.000,- eins og þeir vilja meina í auglýsingunni.

 SEATTLE koja

Nú 12.900,-

Þessi koja (SEATTLE) kostaði 19.900,- þann 7.1.2009 og hækkaði í 24,900 daginn eftir. Hún er svo auglýst á tilboði í dag (9.1.2007) á 12.900,- úr 24.900,-.

HORNSVEFNSÓFI ÁÐUR 189.900,-

Nú 129.900,-

Þessi sófi, sem heitir ESSEN kostaði hvort eð er 129.900,- allt að 7.1.2009 en daginn eftir þá sá ég hann fyrst á 189.900 krónur.

Það er svo eitt sem vekur mig furðu í þessum tilboðum öllum og það er TUSINDFRYD sængin. Hún er aulýst á 19.900,- og á að hafa lækkað úr 29.900,- en hún fór, líkt og vörurnar hér fyrir ofan fyrst í hærra verðið 8.1.2009, EN! Þar á undan var hún á 39.900? Því raunverulegt tilboð hér á ferð en hún hefur lækkað mun meira en tilboðið segir til um ef maður reiknar það frá 7 jan.

Tilboðin hafa ekki verið færð inná vef Rúmfatalagersins.

Verðdæmin hér fyrir ofan eru rétt af bestu vitund, ég ætla hinsvegar ekki að ábyrgjast það.


Bloggfærslur 9. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband