Varúð! Gervitilboð hjá Húsasmiðjunni?

Þó langflest tilboð eru alvöru þá eru alltof mörg dæmi þess að vörur hækki umtalsvert, og lækki svo aftur 1 eða 2 dögum seinna og það er sagt að það sé tilboð.

Til dæmis má nefna eftirfarandi vörur. (Öll verðdæmin miðast við að upprunalegt verð var 31.12.2008, fór í seinna verðið 1.1.2009 og endaði í "tilboðsverðinu" 2.1.2009).

  • Picknicksett Barna úr Húsasmiðjunni. Á milli gamlársdags og Nýársdags þá hækkaði þessi vara úr 9.450kr í 18.900kr, bara til þess að lækka svo í 14.175 og er svo auglýst á tilboði. Meint tilboð er því 25%.
  • Verkfærasett Cosmos 100STK var á 2.999, fór í 4.995 lækkaði svo í 4.246 og er auglýst sem tilboð.
  • Verkfærasett 43 STK Toolux úr 1.599 í 2.949 í 2.507 meint tilboð, 15%.
  • Verkfærasett 8 Tangir og 5 Skrúfjárn úr 3.999 í 5.449 í 4.632 meint tilboð, 15%

Verðdæmin hér fyrir ofan eru rétt af bestu vitund, ég ætla hinsvegar ekki að ábyrgjast það.


Bloggfærslur 2. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband