Engar verðhækkanir hjá Ölvisholti

Ölvisholt fær sérstakt hrós fyrir að hækka ekki vöruverð eftir bankahrunið. Verðið á Móra lækaði meira að segja um 1 krónu Smile. Jólabjórinn þeira mætti hinsvegar vera ódýrari.

http://bargain.blog.is/blog/bargain/entry/744416/


mbl.is Veldur Skjálfti skjálfta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóla Kaldi er dýr en er hann betri?

Jóla Kaldi er nokkuð dýrari en hjá hinum stóru Íslensku framleiðendunum en er hann betri? Mér þykir samt sjálfsagt að styrkja smáframleðendur og horfa frammhjá örlitlum verðmun öðru hverju.

Víking Jólabjór (03590)  239
Egils Jólabjór (05370)  249
Egils Malt Jólabjór (08727)  269
Egils Jólabjór (09438)  269

Jóla Kaldi (13791)  277
Víking Jólabjór (05479)  290
Ölvisholt Jólabjór (13800)  398
Arboga Jólabjór (13829)  408

Það er að visu annað mál að Jólabjór hja öllum frammleiðendum er mjög dýr, en koma svosem bara á markað 1 mánuð á ári.

Það skal tekið fram að verðin eru sótt á vinbudin.is með sjálfvirkum lesara og geta því verið vitlaus. Ég ber enga ábyrgð á því að verðdæmin hér fyrir ofan séu rétt.


mbl.is Teyga Jóla Kalda í kreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vörubæklingar

Gaman svona í kringum jólin að fá alla þessa vörubæklinga. Ég opnaði bæklinginn frá Húsasmiðjunni merktan 9. tbl 2008 | 3 - 17 desember og valdi mér vöru af handahófi. Varan sem varð fyrir valinu er Hleðsluborvél Hitachi vörunúmer 5247480. Þar er stór gul stjarna sem sýnir töluna 29.998 yfirstrikaða og stór tala í miðjunni 19.899. Flott tilboð þarna á ferð en ég ákvað að kíkja í gruninn minn og sjá hvort þetta fái staðist.

BORVÉL HLEÐSLU DS12DVF3 (1.4C)-3RAFHLÖÐU 17999Húsasmiðjan20.11.2008 20:31:21
BORVÉL HLEÐSLU DS12DVF3 (1.4C)-3RAFHLÖÐU 19899Húsasmiðjan12.12.2008 17:12:14

Samkvæmt mínum gögnum þá var þessi vara á 17.999 krónur þann 20.11.2008 en komin uppí 19.899 við næstu athugun sem var 23.11.2008. Eftir 23.11 hef ég framkvæmt athuganir á hverjum einasta degi og aldrei fór þessi vara uppí 29.998. Þannig ef hún hefur þá einhvertímann verið auglýst á 29.899 krónur þá hefur það verið á því verði í aðeins 3 daga milli athuganna 20.11 og 23.11 eða 1 dag akkúrat á milli athugana minna.

Það skal tekið fram að verðin voru fengin af vef húsasmiðjunnar husa.is sjálfvirkt með forriti sem les vefsíðurnar. Tölurnar geta því verið vitlausar. Ég ber enga ábyrgð á því að þau verðdæmi sem hér koma fram séu rétt. Komi fram leiðréttingabeiðni mun ég glaður byrta hana.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband