Allar verðhækkanir Vínbúðarinnar frá 31 Okt til 20 Des

Áhugaverð frétt hjá Fréttum Sjónvarpsins í kvöld þar sem Knútur Signarsson tekur fyrir nokkur verðdæmi. Hann miðar við jólin í fyrra, ég á hinsvegar bara gögn frá því 31 október þegar allt fór af stað hjá Vínbúðinni.

http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4398146/2008/12/20/6/

Til að bæta við þetta þá er hér listi yfir allar vörur sem auglýstar eru á vef Vínbúðarinnar og hvernig þær hafa þróast í verði frá 31 október.

  • 8 vörur hækkað um 60% og yfir
  • 46 vörur um 40% og yfir.
  • Meðal verðhækkun 12,49%
  • Heildar verðhækkun 10,89% Þ.E ef ég legg saman allt vöruverð 31 október og svo í dag og reikna prósentuhækkunina af því.
  • 1443 Vörur hafa hækkað í verði
  • 503 Vörur hafa ekki breyst í verði
  • 54 Vörur hafa lækkað í verði
  • 149 Vörur hafa verið teknar af söluskrá

Hér er skjal með öllum vörum sem eru ennþá á skrá hjá Vínbúðinni. Þú getur flett upp uppáhalds víninu þínu og séð hvernig verðið hefur breyst eftir fall bankanna.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Heildarverðhækkun hjá Elko 6,11% frá 23 Okt til 19 Des

Það er ekki spurning að vöruverð í landinu fer ört hækkandi. Hér er úrdráttur úr verðbreytingum á 5027 vörum hjá Elko.

Meðal verðhækkun á vörum er 2,47% en ef tekið er saman heildar vöruverð frá 23.10 þá er það 76.212.241 og fer uppí 80.870.822. Þetta er hækkun uppá 6,11%

Ef við miðum þetta við gengisvísitöluna (Frá Signite) þá stóð hún í 203,52 þann 23 OKT en fór í 218,23 19 DES sem er hækkun uppá 7,22%. Það hafa hinsvegar verið miklar sveiflur þar á milli eins og flestir vita og náði hækkun gengisvísitölunnar 45,83% hækkun frá 23 OKT til 19 DES þann 19 SEPT.

Ég hrósa Íslenskum verslunarmönnum fyrir að halda ró sinni á þessu miklu óvissutímum sem hafa riðið yfir okkur. Það er þó margt sem betur mætti fara, margar verðbreytingar sem ég set spurningarmerki við, falskar auglýsingar sem þarf að uppræta og almennt mikilvægt að veita verslunum aðhald. Þetta ætla ég að gera með því að fylgjast áfram náið með verðþróun hjá öllum þeim verslunum sem ég get og tilkynna bæði góða og slæma hluti hingað.

Þegar ég lagði af stað með þetta verkefni þá var hrun bankanna ekki orðið að veruleika og þetta eru því miklir umrótartímar. Ég íhugaði það að blása verkefnið af a.m.k tímabundið en hætti við það þar sem það hefur sennilega aldrei verið mikilvægara en nú að fylgjast vel með.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Verðhrun á DVD, PC og PS2 myndum og leikjum.

Ég hef tekið eftir því að eftir að myndir og tölvuleikir hafa verið á markaði í smá tíma þá hríðfalla þær í verði. Ég var til dæmis með stráknum mínum í Elko fyrir svona 3 mánuðum síðan að leifa honum að velja sér mynd á 3000 krónur eða minna. Hann vildi fá Bee Movie sem var þá á 2195. Ekkert mál ég keypti hana, en í dag, aðeins örfáum vikum seinna þá kostar þessi mynd 895. Aðrar myndir sem fylgja sama fordæmi eru:

Og margar fleiri sem hafa fallið svipað í verði

Smelltu á hlekkin hér fyrir ofan til að fá lista yfir 46 aðrar myndir sem hafa fallið yfir 50% í verði síðan frá því í Október og fást nú á frá 195kr. og uppí 2495. Þessar 2 DVD myndir sem eru á 2495 eru heilar seríur með The King of Queens, restin er á 1995 og lægra.

Tekið skal fram að það er sjálfvirkur veflesari sem safnar verðupplýsingum af vef elko.is. Ég ber enga ábyrgð á því að þau verðdæmi sem hér koma fram séu rétt.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Það getur skipt máli hvar þú kaupir lyfin.

Það er oft mikill munur á verði milli lyfjaverslana. Nískupúkinn er með reglulegan verðsamanburð milli lyfjaverslana.

http://niskupukinn.is/?sID=5&cID=16


mbl.is Svefnlyf hækka í verði – stinningarlyf lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engar verðhækkanir hjá Ölvisholti

Ölvisholt fær sérstakt hrós fyrir að hækka ekki vöruverð eftir bankahrunið. Verðið á Móra lækaði meira að segja um 1 krónu Smile. Jólabjórinn þeira mætti hinsvegar vera ódýrari.

http://bargain.blog.is/blog/bargain/entry/744416/


mbl.is Veldur Skjálfti skjálfta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóla Kaldi er dýr en er hann betri?

Jóla Kaldi er nokkuð dýrari en hjá hinum stóru Íslensku framleiðendunum en er hann betri? Mér þykir samt sjálfsagt að styrkja smáframleðendur og horfa frammhjá örlitlum verðmun öðru hverju.

Víking Jólabjór (03590)  239
Egils Jólabjór (05370)  249
Egils Malt Jólabjór (08727)  269
Egils Jólabjór (09438)  269

Jóla Kaldi (13791)  277
Víking Jólabjór (05479)  290
Ölvisholt Jólabjór (13800)  398
Arboga Jólabjór (13829)  408

Það er að visu annað mál að Jólabjór hja öllum frammleiðendum er mjög dýr, en koma svosem bara á markað 1 mánuð á ári.

Það skal tekið fram að verðin eru sótt á vinbudin.is með sjálfvirkum lesara og geta því verið vitlaus. Ég ber enga ábyrgð á því að verðdæmin hér fyrir ofan séu rétt.


mbl.is Teyga Jóla Kalda í kreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vörubæklingar

Gaman svona í kringum jólin að fá alla þessa vörubæklinga. Ég opnaði bæklinginn frá Húsasmiðjunni merktan 9. tbl 2008 | 3 - 17 desember og valdi mér vöru af handahófi. Varan sem varð fyrir valinu er Hleðsluborvél Hitachi vörunúmer 5247480. Þar er stór gul stjarna sem sýnir töluna 29.998 yfirstrikaða og stór tala í miðjunni 19.899. Flott tilboð þarna á ferð en ég ákvað að kíkja í gruninn minn og sjá hvort þetta fái staðist.

BORVÉL HLEÐSLU DS12DVF3 (1.4C)-3RAFHLÖÐU 17999Húsasmiðjan20.11.2008 20:31:21
BORVÉL HLEÐSLU DS12DVF3 (1.4C)-3RAFHLÖÐU 19899Húsasmiðjan12.12.2008 17:12:14

Samkvæmt mínum gögnum þá var þessi vara á 17.999 krónur þann 20.11.2008 en komin uppí 19.899 við næstu athugun sem var 23.11.2008. Eftir 23.11 hef ég framkvæmt athuganir á hverjum einasta degi og aldrei fór þessi vara uppí 29.998. Þannig ef hún hefur þá einhvertímann verið auglýst á 29.899 krónur þá hefur það verið á því verði í aðeins 3 daga milli athuganna 20.11 og 23.11 eða 1 dag akkúrat á milli athugana minna.

Það skal tekið fram að verðin voru fengin af vef húsasmiðjunnar husa.is sjálfvirkt með forriti sem les vefsíðurnar. Tölurnar geta því verið vitlausar. Ég ber enga ábyrgð á því að þau verðdæmi sem hér koma fram séu rétt. Komi fram leiðréttingabeiðni mun ég glaður byrta hana.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband