Taka ekki eigin inneignarnótur!

 [UPDATE á því sem er hér fyrir neðan]

Lögfræðingur neitendastofu hefur upplýst mér að það eru engar reglur til við þessu og geta fyrirtæki því mótað eigin stefnur hvað varðar inneignarnótur. Þetta tel ég vera galla á neitandalögum og lýsi yfir óánægju minni á þessu hér og nú.

[Upprunaleg færsla]

Ég keypti gallaða wok pönnu í Byggt og búið fyrir ekki svo löngu. Pannan var ekki betri en svo að húðin á henni flagnaði af við fyrstu notkun. Það var ekkert mál, ég fór með hana í Byggt og Búið í Kringlunni þar sem starfsfólkið var mjög almennilegt og gaf mér inneignarnótu þar sem það var ekki til önnur wok panna.

 Ég fór svo með þessa inneignarnótu í Byggt og Búið í Smáralind þar sem ég valdi mér aðra pönnu talsvert ódýrari en hina og nokkra spaða og fleira dót til þess að ná upp í þá upphæð sem ég á inni hjá fyrirtækinu. En ósvífnin af þeim, þeir neita að taka við nótunni úr því það er Rýmingarsala, heil 30%. Þessi peningur sem ég er búinn að borga inní fyrirtækið kominn í þeirra vasa og því hafna þeir því að veita mér smá útsöluafslátt.

Það getur tekið marga daga að ná inn nýjum viðskiptavin en aðeins örfáar mínútur að missa hann, það er eitthvað sem Byggt og Búið ætti að hafa í huga þegar þeir neita að taka eigin inneignarnótur til að spara sér 30%.

Þegar ég tjáði starfsmanni að þetta gæti ekki staðið, ég ætti þessa peninga inni hjá þeim þá kvaðst hann hafa haft samband við Neytendastofnun, ég held hann hafi átt við neytendastofu og fengið þau svör að þetta væri í lagi. Ég kem til með að hafa samband þangað og athuga hvort það fái staðist eftir helgi.


Hækkanir annarstaðar.

Mig langar bara að koma því að að vöruverð á annarskonar vöru hækkar á svipuðum ógnvekjandi hraða.

Til dæmis má nefna að frá áramótum til 27 Jan þá hafa eftirfarandi verslanir hækkað um það sem nemur:

  • Vínbúðin: 1,01% og því ekkert lát á hækkun þar. Úrtak 1774 vörur í öllum flokkum.
  • Elko: 1,13% Úrtak 5815 vörur í öllum flokkum.
  • Rúmfatalagerinn: 2,06% Úrtak 1103 vörur í öllum flokkum.
  • Húsasmiðjan: 3,98% Úrtak 4050 vörur í öllum flokkum.

Þeir sem hafa áhuga geta óskað eftir úrtakinu á Excel formi frá mér.

 


mbl.is Mótmæltu hækkun vöruverðs í Krónunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

99% Afsláttur?!?

4 Vörur hjá Ikea á 99% afslætti:

EKTORP áklæði f/2ja sæta sófa...
KARLSTAD ákl h.stó Mader marg...
EKTORP áklæði á hægindastól
KARLSTAD áklæði f/2ja sæta só...

Ansi rausnarleg tilboð. Ég vill samt taka fram fyrir mitt leiti að þeir þyrftu að borga mér fyrir að hirða af þeim þessi hræðilega ljótu áklæði. En hver hefur víst sinn smekk.


Gervitilboð hjá Rúmfatalagernum

Í fréttablaðinu, bls 3 er heilsíðuauglýsing frá Rúmfatalagernum með nokkrum auglýstum útsölutilboðum. Eftirfarandi fá ekki staðist:

HORNSÓFI ÁÐUR 99.900

Nú 69.900,-

Umræddur sófi heitir MAGNI. Samkvæmt mínum gögnum þá kostaði þessi sófi 79.900,- 23.11.2008 til 7.1.2009 en kvöldið eftir sá ég að hann hafi verið hækkaður í 99.900,-. Því er tilboðið aðeins 10.000,- en ekki 30.000,- eins og þeir vilja meina í auglýsingunni.

 SEATTLE koja

Nú 12.900,-

Þessi koja (SEATTLE) kostaði 19.900,- þann 7.1.2009 og hækkaði í 24,900 daginn eftir. Hún er svo auglýst á tilboði í dag (9.1.2007) á 12.900,- úr 24.900,-.

HORNSVEFNSÓFI ÁÐUR 189.900,-

Nú 129.900,-

Þessi sófi, sem heitir ESSEN kostaði hvort eð er 129.900,- allt að 7.1.2009 en daginn eftir þá sá ég hann fyrst á 189.900 krónur.

Það er svo eitt sem vekur mig furðu í þessum tilboðum öllum og það er TUSINDFRYD sængin. Hún er aulýst á 19.900,- og á að hafa lækkað úr 29.900,- en hún fór, líkt og vörurnar hér fyrir ofan fyrst í hærra verðið 8.1.2009, EN! Þar á undan var hún á 39.900? Því raunverulegt tilboð hér á ferð en hún hefur lækkað mun meira en tilboðið segir til um ef maður reiknar það frá 7 jan.

Tilboðin hafa ekki verið færð inná vef Rúmfatalagersins.

Verðdæmin hér fyrir ofan eru rétt af bestu vitund, ég ætla hinsvegar ekki að ábyrgjast það.


Varúð! Gervitilboð hjá Húsasmiðjunni?

Þó langflest tilboð eru alvöru þá eru alltof mörg dæmi þess að vörur hækki umtalsvert, og lækki svo aftur 1 eða 2 dögum seinna og það er sagt að það sé tilboð.

Til dæmis má nefna eftirfarandi vörur. (Öll verðdæmin miðast við að upprunalegt verð var 31.12.2008, fór í seinna verðið 1.1.2009 og endaði í "tilboðsverðinu" 2.1.2009).

  • Picknicksett Barna úr Húsasmiðjunni. Á milli gamlársdags og Nýársdags þá hækkaði þessi vara úr 9.450kr í 18.900kr, bara til þess að lækka svo í 14.175 og er svo auglýst á tilboði. Meint tilboð er því 25%.
  • Verkfærasett Cosmos 100STK var á 2.999, fór í 4.995 lækkaði svo í 4.246 og er auglýst sem tilboð.
  • Verkfærasett 43 STK Toolux úr 1.599 í 2.949 í 2.507 meint tilboð, 15%.
  • Verkfærasett 8 Tangir og 5 Skrúfjárn úr 3.999 í 5.449 í 4.632 meint tilboð, 15%

Verðdæmin hér fyrir ofan eru rétt af bestu vitund, ég ætla hinsvegar ekki að ábyrgjast það.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband